Leita...
Ikast Etiket - Labelyourself
innskraning&t=1711703637 
0

Viðskiptaskilmálar


Pantanir:
Á heimasíðunni www.Labelyourself.is getur þú pantað vörur í gegnum heimasíðuna okkar. Ef þú ert með fyrirspurn um ákveðna vöru eða annað, er þér alltaf velkomið að hafa samband við okkur á info@labelyourself.is eða í síma +45 9715 5312

Svona gerir þú:
Þú velur þær vörur sem þú hefur áhuga á í valmyndinni til vinstri. Í hverri valmynd er undirvalmynd, sem vísar í mismunandi vörur innan þess flokks. Þar getur þú skoðað mismunandi möguleika og ákveða í kjölfarið hvað þú vilt kaupa.

Kaup eiga sér stað þegar þú skrifar þinn texta fyrir vörurnar, velur magn og fyllir út þær upplýsingar sem við óskum eftir fyrir þína vöru. Eftir það velur þú "kaupa" og þá fer varan í þína innkaupakörfu. Þá fylgir þú leiðbeiningunum.

Það er ekki hægt að kaupa beint á öllum síðum. Sumar vörur eru framleiddar fyrir einstök skipti svo að þú verður að senda okkur tölvupóst með lýsingu á vörunni og fyrirspurn. 

Öll verð á síðunni eru núverandi verð með virðisaukaskatti og öðrum kostnaði, nema annað sé tekið fram. 

Þegar þú verslar á www.Labelyourself.is eru samningarnir á dönsku.

Það er ekki hægt að skrá sig inn á síðuna til að sjá fyrri pantanir. Ef þú vilt fá nýja staðfestingu á pöntuninni þinni geturðu sent okkur póst á info@labelyourself.is

Greiðslur:
Við tökum við flestum kreditkortum og greiðsluþjónusta okkar á netinu er samþykkt af NETS. Það tryggir að hvorki Label Yourself né aðrir geti rakið eða séð kreditkortaupplýsingarnar þínar. 

Við tökum á móti: Visa, Visa Elektron, MasterCard, MasterCard debet, Maestro, JCB, American Express, China UnionPay og V Pay.

Við tökum ekki greiðslu fyrir notkun á kreditkorti. 

Borgun með kreditkorti verndar þig fyrir misnotkun. Það þýðir að þú getur neitað greiðslu þegar þú færð greiðsluyfirlitið þitt. Það er engin sjálfsábyrgð ef kortið er misnotað eða netverslun notar SSL (Secure Socket Layer) í greiðslukerfinu sínu. Þetta er meira öryggi en í hefðbundinni verslun, þar sem sjálfsábyrgð er 1200 danskar krónur þegar einhver annar misnotar kortið þitt með leyninúmerinu þínu. 

Gögn sem þú sendir í tengslum við pöntunina með kreditkorti eru dulkóðuð (SSL) svo að aðeins PBS getur lesið þau. Hvorki www.Labelyourself.is né aðrir geta lesið úr gögnunum þínum. 

Greiðsla fyrir vörurnar gengur í gegn þegar vörurnar hafa verið sendar frá www.Labelyourself.is. Upphæðin verður aldrei hærri en sú upphæð sem þú hefur samþykkt í kaupunum. 

Við bjóðum upp á reikninga fyrir stofnanir, hjúkrunarheimili og fyrirtæki sem eru með gild A/S eða ApS viðskiptanúmer, þar sem þau geta ekki greitt í gegnum netið. 

Við getum sent opinberum stofnunum reikninga rafrænt - munið vinsamlegast að tiltaka EAN númer með hverri pöntun. 

Afgreiðsla:

Við sendum um allan heim án aukins kostnaðar. Hjá LabelYourself, bjóðum við upp á ókeypis sendingar með forgangsflugpósti fyrir öll kaup á netinu yfir 3.500 krónum. Þú getur líka valið einn af öðrum flutningsvalkostum okkar og greitt lítið gjald. Ef þú kaupir fyrir minna en 3.500 krónur, mun flutningsgjald byrja á 650 krónum. 

Allar vörunar okkar eru sendar með pósti eða UPS sendingarþjónustu. Sendingartími er mismunandi eftir vörum. Áætlaður sendingartími birtist á staðfestingu á pöntuninni. 

Reikningar:
Hverri sendingu fylgir vörureikningur eða fylgiseðill með pöntunarnúmeri, sem þú ættir að geyma ef þú þarft að kvarta.

Skilaréttur:
Þú hefur alltaf fjórtán daga frest til að hætta við kaupin þegar þú verslar á www.Labelyourself.is. Skilarétturinn er frá því að þú færð vöruna í hendurnar. Skilarétturinn á bara við ef vörunum er skilað í sama ástandi og magni. Skilarétturinn á ekki við ef þú notar vörunar þannig að þær skemmist á einhvern hátt eða söluvirði hennar hefur lækkað. 

Þegar þú notfærir þér skilaréttinn þarftu að borga kostnaðinn við að senda vöruna til baka. 

Vörur sendast til:
Label Yourself
Neptunvej 6
DK - 7430  Ikast
Danmörku
 
Þú getur líka neitað að taka við vörunum á pósthúsi eða komið með þær til okkar á ofangreint heimilisfang (tímapantanir). 
 
Þegar þú hættir við kaupin færðu auðvitað endurgreitt. Greiðslan er millifærð inn á bankareikning þegar við höfum fengið vörurnar til baka og sannreynt að þær séu í lagi. Þess vegna þurfum við að fá bankaupplýsingar frá þér. 
Það er alltaf sniðugt að geyma upprunalegu umbúðirnar þangað til þú hefur ákveðið hvort þú ætlar að halda vörunum eða ekki. Í sumum tilvikum geta umbúðir lækkað söluvirðið, svo að skilaréttur ógildist. 
 
SKILARÉTTUR Á SÉRPÖNTUNUM (sérframleiddum vörum) 
Sérpantaðar vörur eru vörur sem við framleiðum eftir þínum óskum - til dæmis með ákveðnu nafni prentuðu á osfrv. 
 
FJÓRTÁN DAGA SKILARÉTTUR Á EKKI VIÐ SÉRPANTANIR OG ÞEGAR ÞÚ PANTAR HEFUR ÞÚ SAMÞYKKT AÐ FRAMLEIÐSLA MEGI HEFJAST. 
 
Réttur vegna galla:
Þegar þú verslar á www.Labelyourself.is hefurðu auðvitað 24 mánaða rétt til að kvarta vegna galla. Þetta þýðir að þú getur fengið gert við vöruna, fengið nýja vöru, fengið endurgreitt eða fengið afslátt á verði, allt eftir aðstæðum. Þetta á auðvitað eingöngu við þegar kvörtunin á við rök að styðjast og varan hefur ekki skemmst vegna misnotkunar eða annarrar skaðlegrar hegðunar. 
 
Kvörtun á að leggja fram fljótt eftir að þú uppgötvar gallann. Ef þú sendir inn kvörtun innan tveggja mánaða telst það nógu fljótt. 
 
Við endurgreiðum sanngjarnan flutningskostnað sem þú gætir þurft að borga í tengslum við skil á vöru, þegar krafan er réttlát. 
 
Þegar þú vilt senda inn kvörtun vegna vöru verður hún að berast okkur á þetta heimilisfang: 
Label Yourself
Neptunvej 6
DK - 7430  Ikast
Danmörku
 
Þegar þú skilar vöru, vinsamlegast láttu fylgja lýsingu á gallanum og hverju þú vilt skila. 
 
Muntu alltaf að skila vörunum í góðum umbúðum, og fáðu kvittun fyrir póstgjaldinu, svo við getum endurgreitt þér. 
 
Persónuupplýsingastefna
Vefkökur: 
Vefkaka (cookie) er hugtak yfir það hvernig hegðun notanda er skráð í eigin tölvukerfi (á harða disk tölvunnar). Með þessum hætti veit vefþjóninn (vefsíður) við næstu heimsókn hver notandinn er. 
 
Þetta eru ekki upplýsingar af persónulegum toga, heldur frekar upplýsingar um notendahegðun á heimasíðu, t.d. notendanafn sem hefur verið slegið inn á ákveða síðu. Vefkaka er geymd á hörðum disk notandans ásamt skyndiminnisgögnum. Svo að vefkaka er textaskjal, sent í vafrann þinn frá vefþjóni og geymt á harða disknum. Þú getur stillt vafrann þinn þannig að hann segi þér frá því þegar vefkökur eru notaðar, eða þú getir valið að hafna vefkökum algjörlega. 
 
Vefkökurnar eru aðeins notaðar til að þekkja tölvuna þína. Tæknilega séð er hægt að skipta vefkökum í tvær tegundir, tímabundnar og varanlegar. Tímabundnar stjórna því að það sem þú hefur sett í verslunarkörfuna þína haldist þar á meðan þú skoðar vefsíðuna. Þær geymast ekki á tölvunni þinni heldur hverfa um leið og þú lokar vafranum. Varanlegar vefkökur eru geymdar sem textaskjöl á tölvunni þinni í um það bil 1 mánuð. Tilgangurinn er að gera vefþjóninum okkar kleift að þekkja tölvuna þína næst þegar þú skráir þig inn á síðuna okkar. 
 
Á www.labelyourself.is eru vefkökur gagngert notaðar til að gera heimasíðuna sem besta og gera hana sem notendavænsta, svo að heimsóknin hingað sé sem einföldust fyrir þig. 
 
Þú getur alltaf eytt vefkökum úr tölvunni þinni. Til dæmis eyðir þú vefkökum í Internet Explorer 5.X með því að fara undir Functions >Internet settings > Delete cookies
 
Notkunartölfræði
Notkunartölfræði er notuð á síðunni, sem þýðir að tölfræðikerfi safnar saman upplýsingum sem geta gefið mynd af því hversu margir heimsækja síðuna, hvaðan þeir koma, hvaða hluta síðunnar þeir nota osfrv. Notkunartölfræðin er gagngert notuð til að gera heimasíðuna og virkni hennar betri. 
 
PERSÓNUUPPLÝSINGAR ÞÍNAR
Til að ganga frá samkomulagi um kaup við okkur í gegnum heimasíðuna verður þú að skrá þessar persónuupplýsingar:
  • nafn 
  • heimilisfang
  • símanúmer
  • tölvupóstfang

Við skráum þessar persónuupplýsingar í þeim tilgangi að senda vörurnar til þín. 

Persónuupplýsingar eru skráðar á lögheiti fyrirtækisins og hægt er að geyma þær í 5 ár (í samræmi við reglugerðir um bókhald). Eftir þann tíma er upplýsingum eytt. 

Þegar persónuupplýsingum er safnað í gegnum heimasíðuna okkar sjáum við til þess að það sé alltaf gert með þínu samþykki, þannig að þú sért alltaf upplýs/ur um nákvæmlega hvaða upplýsingum er safnað og hvers vegna. 

Framkvæmdastjóri Label Yourself hefur aðgang að skráðum upplýsingum um þig. 

Við geymum ekki dulkóðaðar upplýsingar um viðskiptavini. 

Við sendum ekki dulkóðaðar upplýsingar um viðskiptavini. 

Upplýsingar eru ekki látnar af hendi eða seldar til þriðja aðila og við skráum ekki persónulega viðkvæmar upplýsingar. 

Ef þú ert á skrá hjá Label Yourself hefurðu alltaf rétt á því að skoða skráninguna. Þú hefur einnig rétt á því að skoða hvaða upplýsingar hafa verið skráðar um þig. Þessi réttindi eru í samræmi við persónuverndarlög og allar fyrirspurninr í tengslum við þessi mál á að senda á Label Yourself í gegnum tölvupóst: info@labelyourself.is.

Að hafa samband: 

Þú getur haft samband við Labelyourself.is í gegnum tölvupóst info@labelyourself.is eða með því að hringja í +45 97 15 53 12. 

Frekari upplýsingar er hægt að sjá neðst á hverri síðu. 

 
 

 

Trustpilot
TrustScore 4.8 | 324 reviews