Ef þú vilt frekar ofin merki, kíktu þá á nafnaböndin okkar
hér
Straumerki til notkunar á stofnunum og á vinnustöðum
Straumerki eru mjög gagnleg á vinnustöðum þar sem föt eru þvegin og þeim blandað saman. Til dæmis á stofnunum og vinnustöðum. Mikið af dvalarheimilum fyrir fullorðna nota mikið af straumerkjum og það af góðri ástæðu. Straumerki á föt og rúmföt auðvelda alla flokkun á hlutunum og tryggja að þeir fari á rétta staði. Á vinnustöðum þar sem nota þarf sérstakan vinnufatnað er alltaf gott að eiga sinn ?eigin? fatnað. Með straumerkjum á fötum er auðvelt að finna eigin vinnufatnað meira að segja þegar vinnufélagarnir eru nákvæmlega eins klæddir.
Þú getur ákveðið sjálf/ur hvaða texta þú viljir á straumerkið svo ef þú vilt frekar herbergisnúmer, auðkennisnúmer, o.s.frv. frekar en nafn að þá er það einfalt í framkvæmd.
Svona má sjá hvort straumerkið sé tryggilega áfest
Til að upplifunin af straumerkjunum verði sem best er MJÖG mikilvægt að þau séu rétt straujuð á fötin. Ef straumerkin eru ekki straujuð á með nægilegum hita eða of litlum tíma er varið í að strauja þau á geta þau dottið af. Þegar þú straujar skaltu athuga hversu mikinn hita fötin þola án þess að skemmast. Markmiðið er að hita straumerkið eins mikið og hægt er án þess að skemma fötin. Helst ætti að vera hægt að sjá að straumerkið hafi bráðnað lítillega inn í fötin og að þú finnir fyrir áferð fatanna í gegnum straumerkið. Þú ættir auðvitað alltaf að passa upp á að láta straujárnið ekki liggja of lengi á fötunum. Ef merkið hefur ekki hitnað nógu mikið skaltu bara strauja það aftur.
Þegar þú straujar merkið á fötin ættir þú alltaf að hafa bökunarpappír á milli straumerkisins og straujárnsins.
Það má þvo straumerki á háum hita í þvottavél
Það má þvo straumerki á 90 gráðum celsíus. Ef þú þarft straumerki sem þola þvott á 90 gráðum celsíus ættir þú að hanna straumerkin þín með hvítum bakgrunni og svörtum texta. Það er líka í lagi að nota svarta mynd á merkið ef þú vilt. Slík straumerki koma á ?rúllum? svo þú þarft að aðskilja merkin hvert frá öðru.
Ef þú þarft ekki að þvo straumerkin á hitastigi yfir 60 gráðum celsíus getur þú hannað þau að eigin vild. Hægt er að velja um margvíslega liti, myndir og skemmtilega bakgrunna. Slík straumerki eru afhent á örkum.
Því er auðvelt að festa straumerkin á fatnað sem settur er í þurrkara. Hafðu þó í huga að slitið eykst ef þú setur þau í þurrkara.
Mundu alltaf eftir því að athuga hvort fatnaðurinn, sem þú vilt þvo, þoli hitastig upp á 90 gráður á celsíus.
Búðu til straumerki með mynd
Ef þú vilt, t.d. bæta við mynd af barninu þínu á straumerkið er það auðvelt í framkvæmd. Þú ættir að nota ljósa mynd til að árangurinn verði sem bestur. Þú ættir að klippa myndina þannig að aðeins mikilvægasti hlutinn sjáist, til dæmis andlitið frekar en allur líkaminn. Þú getur hlaðið upp myndinni í myndum eða bakgrunnum með því að nota upphleðsluhnappinn.
Merktu allar þær eigur, sem þú vilt ekki týna.
Verðið á straumerkjunum er mjög gott og þau margborga sig. Sérstaklega þegar þú endurheimtir fötin sem annars myndu hverfa.
Það er góð hugmynd að setja símanúmer á merkin, svo ef fötin hverfa (jafnvel á barninu), er auðvelt að skila þeim heim aftur.