TRYGGING Á VERÐI 
Með tryggingunni okkar færðu alltaf lægsta verðið. 

Ef þú finnur sömu vöru á lægra verði annars staðar, þá munum við jafna það. OG í þakklætisskyni sláum við 10% til viðbótar af.

Svona virkar þetta:

  • Sendu okkur afrit af betra tilboðinu á info@labelyourself.is
  • Ef þú fannst tilboðið á netinu, þá er þér velkomið að senda okkur skjáskot. Við munum svara þér mjög fljótt. 
  • Vinsamlegast hafðu í huga að tilboðið verður að vera frá íslensku fyrirtæki, þar sem við berum verðin okkar ekki saman við erlenda samkeppnisaðila, til dæmis kínverska. 

 

SENDINGATRYGGING 
Við sendum á réttum tíma - eða þú færð pöntunina ókeypis. 

Aðgerðir og afleiðingar

  • Ef við sendum ekki pöntunina eins og sagt er til um á vefsíðunni bjóðum við vörurnar ókeypis. Hámarksupphæð er 30.000 kr. fyrir utan virðisaukaskatt.
  • Vinsamlegast hafðu í huga að sendingatryggingin á við um dagsetninguna sem við sendum. Því miður getum við ekki ábyrgst póstinn eða flutningafyrirtæki.
  • Ef þú vilt kvarta undan vöru sem sendist á réttum tíma á sendingatryggingin ekki við. Við munum meðhöndla kvörtunina sem ánægjutryggingu og skipta út pöntuninni þinni með nýrri vöru. 


Tilbúin pöntun

  • Vinsamlegast hafðu í huga að ætlaður afhendingartími er reiknaður frá tímapunktinum sem við fáum tilbúna pöntun með öllum nauðsynlegum upplýsingum, skjöl og samþykkt hönnun.
  • Ef þú pantar á netinu munum við sjálfkrafa fá þessar upplýsingar.


Svona gerir þú:

  • Sendu pöntunina á info@labelyourself.is
  • Við munum vinna úr kvörtuninni og hafa samband við þig eins fljótt og hægt er.

 

GÆÐATRYGGING
Við ábyrgjumst gæði á vörunum. Ertu ekki sátt/ur við gæðin?

  • Ef þér þykja gæði vörunnar sem þú fékkst ekki næg, er þér velkomið að skila þeim. *Þetta á ekki við um stafsetningavillur sem þú gerir eða vandamál með skrár frá þér.
  • Ef við teljum að hægt sé að auka gæðin munum við framleiða vöruna aftur ókeypis.
  • Ef ekki er hægt að gera vöruna betri og þú vilt ekki halda henni þá færðu endurgreitt að fullu.